URÐARHVARF

Eik tilheyrir hópi af sjálfboðaliðum sem leitar uppi flækingsketti og kemur þeim í öruggt skjól. Þegar þau frétta af læðu og kettlingum í steinhleðslu við Urðarhvarf er rokið af stað með fellibúr og hitamyndavél. En við Urðarhvarf birtist skepna sem Eik var búin að telja sjálfri sér trú um að hefði bara verið ímyndun. Skrímsli úr fortíðinni sem rótar upp óþægilegum minningum og sannfærir Eik um eitt: Hún ein getur bjargað þessum kettlingum.

Urðarhvarf er stutt skáldsaga sem heldur lesanda í heljargreipum og minnir um margt á fyrri nóvellu Hildar, Myrkrið milli stjarnanna.