SLÁTTUR

Edda er tuttugu og fjögurra ára Reykvíkingur sem fór í hjartaskipti fyrir fimm árum. Hún reynir að hugsa sem minnst um framtíðina því tölfræðin sýnir að hjartaþegar lifa ekki alltaf lengi. En hún er forvitin um fyrri eiganda hjartans og sannfærð um að ýmislegt hafi fylgt því. Stundum veit hún jafnvel ekki hvað tilheyrir henni sjálfri og hvað hún fékk með hjartanu.

Verðlaun og viðurkenningar

  • Nýræktarstyrkur Bókmenntasjóðs 2011


Umsagnir

„Sláttur er frambærilegt fyrsta verk höfundar. Sagan um Eddu hitti mig beint í hjartastað. Það er því ástæða til að fylgjast vel með Hildi Knútsdóttur í framtíðinni.“
Sunna Ósk Logadóttir / Morgunblaðið

„Sláttur er enda frambærilegt og fínlega skrifað verk … þar sem hið dulmagnaða slæðist með í kvenlegri frásögn.“
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV