NÚ ER NÓG KOMIÐ!

Meðhöfundur: Þórdís Gísladóttir

Spennandi og sprenghlægileg bók um stelpur í 8. bekk sem þurfa að endurskoða öll sín áform þegar óvæntur heimsfaraldur mætir til landsins. Þó að þær Vigdís Fríða, Geirlaug og Rebekka þurfi að húka heima í sóttkví er alveg óþarfi að láta sér leiðast! Það má alltaf finna sér óvænt verkefni, eins og að reka sjoppu eða njósna um dularfulla nágranna sem virðast hafa eitthvað óhreint í pokahorninu.


Umsagnir

„Höfundar leitast við að taka á samfélagsvandamálum eins og heimsfaraldri og umhverfismálum sem og vandamálum unglinga á hispurslausan og skemmtilegan hátt og húmorinn er aldrei langt undan.“
Rósa Harðardóttir / Morgunblaðið