NORNIN

Alma Khan veit ekki af hverju henni, óbreyttum nítján ára starfsmanni í baunahúsinu á Hellisheiði, er boðið starf í einkagróðurhúsi hinnar heimsfrægu Dr. Olgu Ducaróvu. Helst dettur henni í hug að það tengist eitthvað Kríu ömmu hennar, sem þekkir Olgu eftir alræmdan leiðangur þeirra til Mars. Þegar Alma kynnist svo hinni leyndardómsfullu Indru umturnast lífið endanlega.

Árið er 2096 og náttúran er óútreiknanleg. Gamli miðbærinn er afgirtur og þar standa fúin hús í flæðarmálinu. Eitt þeirra á amma Ölmu og enginn skilur hvers vegna það er henni svona mikilvægt.

Nornin er framhald Ljónsins sem kom út 2018. Ljónið hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Verðlaun og viðurkenningar

  • Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana í flokki ungmennabóka

  • Tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019


Umsagnir

„Skemmtileg og spennandi bók sem veltir upp áhugaverðri en oft á tíðum óþægilegri framtíðarsýn.“
Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið

 „Með frumkvæðinu, hugmyndafluginu og framtíðarsýninni sem kemur fram í Norninni fer það ekki á milli mála að Hildur er meðal allra bestu ungmennabókahöfunda samtímans.“
Erla María Markúsdóttir / Morgunblaðið