DODDI: EKKERT RUGL!

Meðhöfundur: Þórdís Gísladóttir

Munið þið eftir fyrri bókinni um mig?
Í þessari bók held ég áfram að fjalla um æsilegt líf mitt og vina minna. Til dæmis fjalla ég um:

  • Þegar hitastigið í sambandi okkar Huldu Rósar fór niður að frostmarki.

  • Áhyggjur mínar af sambandi mömmu við dularfullan útlending.

  • Árangur minn á sviði skordýrafræða og glæsilega framkomu í sjónvarpsþætti.

  • Þátttöku í brjóstabyltingu.

  • Þegar lögreglan handtók mig á Austurvelli

Doddi – Ekkert rugl! er sjálfstætt framhald bókarinnar Doddi – Bók sannleikans! sem fékk frábærar viðtökur og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Fjöruverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar.


Umsagnir

„Doddi - Ekkert rugl! er á heildina litið afar skemmtileg og fyndin. Húmorinn jaðrar stundum við það að vera neðan beltis en Dodda tekst að varpa spaugilegu en oft egósentrísku ljósi á ýmsa athyglisverða atburði undanfarinna mánuða [...]Undir oft á tíðum gamansömu yfirborði sögunnar má svo sjá alvarlegri undirtón með gagnrýni á ýmislegt sem hefur gerst í samfélaginu á undanförnum árum, og bókin er þannig ekki bara skemmtiefni heldur til þess fallin að vekja til umhugsunar um nýlega atburði og viðbrögð okkar við þeim.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntir.is