Meðhöfundur: Þórdís Gísladóttir
DODDI: BÓK SANNLEIKANS
Doddi – Bók sannleikans! er hressandi, spennandi og sjúklega fyndin unglingabók eftir verðlaunahöfundana Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur, myndskreytt af Elínu Elísabetu Einarsdóttur.
Til lesenda þessarar bókar:
Það flókið að finna almennilegar unglingabækur. Sumar eru of þykkar en aðrar of ævintýralegar eða gerast í fornöld.
Þessi bók er ALLS EKKI þannig.
Hún fjallar um líf mitt. Ég er fjórtán ára og á mér aðallega tvö áhugamál; skordýr og kvenfólk. Besti vinur minn Pawel á sér líka tvö áhugamál; Evrópusambandið og stærðfræði (ég veit!).
Í þessari bók er sagt frá ýmsum æsandi viðburðum úr lífi mínu, við sögu koma meðal annars sólarlandaferð, hrekkjavökupartý, skordýr og þúsundfætlur, Tindertilraunir mömmu minnar, ólögleg viðskipti við glæpakvendi og fegursta stúlka Íslands.
– Doddi (tilvonandi heimsfrægur skordýrafræðingur).
Verðlaun og viðurkenningar
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana í flokki barnabóka
Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og unglingabóka
Tilnefning til Fjöruverðlauna – Bókmenntaverðlauna kvenna í flokki barna- og unglingabóka
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur
Umsagnir
„Bókin er bráðfyndin og Doddi segir skemmtilega frá og talar beint við lesendur sína.“
Guðrún Baldvinsdóttir / Rás eitt
„Frásögnin er algerlega laus við tepruskap og Doddi er ekki feiminn við að segja lesendum frá persónulegum hlutum eða atburðum, pælingum um kynlíf og reynslu eða reynsluleysi sínu í ástarmálum. […] Hún er líka stórfyndin og lýsir hversdagslegu lífi unglingsstráks á tilgerðarlausan hátt.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntir.is
„Krakkar í síðustu bekkjum grunnskólans þekkja þennan strák í sjálfum sér eða bekkjarfélögum sínum. En þessi kunnuglegi veruleiki verður mjög fyndinn í meðförum Dodda, sem hefur einstaka sýn á veröldina, og það gerir bókina mjög áhugaverða og skemmtilega.“
Úr umsögn dómnefndar Fjöruverðlauna