Þegar ókunnug læða tekur að venja komur sínar heim til viðskiptafræðingsins Unnar veit hún nákvæmlega hvernig hún á að leysa vandann. Innan skamms stendur eigandinn, ung og illa tilhöfð kona að nafni Ásta, á tröppunum hjá henni með ferðabúr. Daginn eftir birtist Edit þó aftur og gýtur agnarsmáum kettlingi í rúmi Unnar.
Í kjölfarið tekst einlæg vinátta með Unni og Ástu og smám saman hleypa þær hvor annarri inn í sína myrkustu kima, áföll og ástarsambönd. Þegar ógn steðjar að standa þær saman – jafnvel þótt það kosti ósegjanlega glæpi.
Gestir er blóðugur spennutryllir eftir meistara hrollvekjunnar, Hildi Knútsdóttur, sem áður hefur sent frá sér nóvellurnar Myrkrið milli stjarnanna, Urðarhvarf og Möndlu.
GESTIR
“Gestir er þaulhugsuð spennusaga og vönduð eins og aðrar bækur Hildar sem sýnir enn og aftur að þegar kemur að sálfræðitryllinum á hún sér fáa jafningja hér á landi. Þetta er feminískur sálfræðitryllir sem segir mjá.”
“Eins og með fyrri bækur Hildar var ómögulegt að leggja bókina frá sér; ég las hana í einum rykk. [...] Þetta er ein af þessum bókum sem festist í huga manns löngu eftir að síðasta síðan er lesin.”
KASIA OG MAGDALENA
Magdalena er í haldi lögreglu, ötuð blóði. Tveir menn létu lífið á heimili hennar fyrr um kvöldið, að því er virðist með voveiflegum hætti. Í yfirheyrslum gefur Magdalena lítið upp um atburði kvöldsins því lögreglan má alls ekki komast að því að hún var ekki sú eina sem slapp lifandi út úr íbúðinni.
“„Þarna er hún búin að skapa einhvern ótrúlegan heim úr þessu svæði. Örnefnin eru öll þarna: Skjálfandafljót, Húsavík, Mývatn og allt þetta en þetta er heimur byggður af hópum af fólki sem hegðar sér eins og amerískir sléttufrumbyggjar.“”
“„Hrím er metnaðarfull og hrífandi frásögn af lífi á köldu og harðneskjulegu Íslandi. Persónusköpunin er einkar sterk og þroskasaga aðalsöguhetjunnar er í kastljósinu.“”
“„Góð og trúverðug heimssköpun er ein af frumforsendum góðrar fantasíu og í þessari bók tekst Hildi Knútsdóttur svo sannarlega að skapa eftirminnilegan heim.“”
Þegar grindhoruð steingrá læða gerir sig heimakomna á hjúkrunarheimili tekur öldrunarlæknirinn Eva henni fagnandi. Hún veit að rannsóknir sýna að gæludýr hafa góð áhrif á vistmenn slíkra stofnana og berst fyrir því að kötturinn fái að vera um kyrrt. En fljótlega tekur hún eftir því að allir sem læðan Mandla tekur ástfóstri við látast skömmu síðar.
Getur verið að kötturinn geti spáð fyrir um andlát fólks? Og verður Mandla bústnari og sældarlegri í hvert sinn sem heimilismaður er fluttur í líkhúsið?
MANDLA
Stutt skáldsaga sem heldur lesandanum í heljargreipum
Hildur Knútsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1984. Hún skrifar bækur fyrir bæði börn og fullorðna sem og leikrit og smásögur. Hildur er einna helst þekkt fyrir furðusögur og uggvænlegar hrollvekjur. Þó hefur hún einnig skrifað bráðfyndnar bækur í félagi við Þórdísi Gísladóttur sem fjalla um krísur í lífi nútímaunglingsins og hafa þær notið mikilla vinsælda.